Ísmar sem var stofnað 1982 er hátæknifyrirtæki sem býður lausnir og þjónustu fyrir flesta atvinnuvegi landsins.

Hvers kyns mælitæki fyrir framkvæmdageirann eða aðra sem nota slíkan búnað er stór hluti af starfseminni. Fjarskiptabúnað s.s. Tetra talstöðvar, VHF og UHF stöðvar býður fyrirtækið fyrir alla markaði. Þá hefur fyrirtækið sérhæft sig í sölu á hitamyndavélum hvort heldur er á sjó eða landi. Umferðaröryggisvörur á breiðu sviði eru hluti af því sem vöruvali sem er í boði.

Heildarlausnir í hita og loftræsikerfum sem og hússtjórnarkerfi er í boði frá Hústæknisviði Ísmar.

Á öllum ofangreindum sviðum býður fyrirtækið viðurkenndar vörur frá þekktum framleiðendum hverjum á sínu sviði.

Þá rekur fyrirtækið fullkomið þjónustuverkstæði fyrir þær vörur sem seldar eru og mikið er lagt upp úr þjónustustiginu eins og fjölmargir viðskiptavinir geta borið um.

Allt starfsfólk Ísmar er sérhæft hvert á sínu sviði og með langa starfsreynslu hjá fyrirtækinu.